Sony Xperia Z3 Plus - Skjár tækisins speglaður á sjónvarpsskjá með snúru

background image

Skjár tækisins speglaður á sjónvarpsskjá með snúru

Þú getur tengt tækið við samhæft sjónvarp með MHL-snúru og speglað skjá tækisins á

sjónvarpsskjánum.

MHL- og HDMI-snúrur og -millistykki eru seld sér.

Sony ábyrgist ekki að allar gerðir MHL- og HDMI-snúra og -millistykkja séu studd af þínu tæki.

Efni úr tækinu þínu skoðað í sjónvarpi sem styður háskerputengingiílag

1

Tengdu tækið við sjónvarp með háskerputengisnúru. birtist á stöðustiku

tækisins eftir að tengingu er náð.

2

Sjónvarpið birtir skjáinn á tækinu þínu.

Ef tækið getur ekki numið skjáinn sem er tengdur við háskerputengingisnúruna tengirðu

háskerputengingisnúruna aftur og pikkaðu á

Stillingar > Tengingar tækis > USB-

tengimöguleikar > Greina USB-tæki.

Efni úr tækinu skoðað í sjónvarpi sem styður HDMI™ inntak

1

Tengdu tækið þitt við MHL-millistykki og tengdu svo millistykkið við USB-

innstungu.

2

Tengdu millistykkið við sjónvarp með HDMI™ snúru. birtist á stöðustiku tækisins

eftir að tengingu er náð.

3

Sjónvarpið sýnir skjáinn á tækinu.

Hjálp um sjónvarpsfjarstýringu skoðuð

1

Meðan tækið er tengt við sjónvarp dregurðu stöðustikuna niður til að opna

tilkynningarspjaldið.

2

Pikkaðu á

Háskerputenging virk. MHL-stillingar birtast á sjónvarpsskjánum.

3

Veldu

Notkun fjarstýringar.

Þú getur valið

Stærð frálags myndskeiða til að stilla stærð frálagsins á sjónvarpsskjánum. Ef

sjónvarpið er með eiginleika fyrir sjálfvirka skölun virkjaða birtist þessi stilling ekki undir MHL-

stillingum.

Þú getur einnig ýtt á gula takkann á sjónvarpsfjarstýringunni til að opna tilkynningaskjáinn.

Tækið aftengt frá sjónvarpi

Taktu MHL™ snúruna eða MHL millistykkið úr tækinu þínu.