NFC
Notaðu nándartengingu (NFC) til að deila gögnum með öðrum tækjum, eins og
myndskeiðum, myndum, vefslóðum, tónlistaskrám eða tengiliðum. Þú getur einnig notað
NFC til að skanna merki sem gefa þér fleiri upplýsingar um vöru eða þjónustu jafnt og
merkjum sem virkja vissa valkosti í tækinu þínu.
125
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
NFC er þráðlaus tækni með hámarkssviði sem er einn sentimetri, þannig að tækin sem
deila gögnum verða að vera nálægt hvort öðru. Áður en þú notar NFC þarftu fyrst að
kveikja á NFC eiginleikanum og það þarf að vera kveikt á tækinu þínu.
NFC-nemasvæðið er staðsett aftan á tækinu. Haltu tækinu þínu nálægt öðru tæki eða
NFC lesara þannig að NFC nemasvæðin snerti hvort annað.
Ekki er víst að hægt sé að nota NFC í öllum löndum eða svæðum. Með því að nota viss forrit er
hægt að kveikja á ákveðnum NFC eiginleikum jafnvel þegar slökkt er á tækinu. Athugaðu að
ekki öll tæki styðja þennan eiginleika.
Kveikt eða slökkt á NFC eiginleikanum
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Meira.
3
Pikkaðu á sleðann
NFC.
Tengilið deilt með öðru tæki í gegnum NFC
1
Gættu þess að kveikt sé á NFC í báðum tækjunum og að báðir skjáirnir sé virkir og
ólæstir.
2
Til að skoða tengiliði ferðu í
Heimaskjár, pikkar á og pikkar svo á .
3
Pikkaðu á tengiliðinn sem þú vilt deila.
4
Haltu á tækinu þínu og móttökutækinu nálægt hvort öðru svo að NFC-
skynjunarsvæði tækjanna snertist. Þegar tækin tengjast birtist smámynd af
tengiliðnum.
5
Pikkaðu á smámyndina til að ræsa flutninginn.
6
Þegar flutningnum er lokið eru tengiliðaupplýsingarnar vistaðar í viðtökutækinu og
birtar á skjá þess.
Tónlistarskrá deilt með öðru tæki með NFC
1
Gættu þess að kveikt sé á NFC í bæði tækinu þínu og viðtökutækinu og að kveikt
sé á báðum skjáum og þeir séu ólæstir.
2
Til að opna tónlistarforritið pikkarðu á , finnur svo og pikkar á .
3
Veldu tónlistarflokk og flettu að laginu sem þú vilt deila.
4
Pikkaðu á lagið til að spila það. Síðan getur þú pikkað á til að gera hlé á laginu.
Flutningurinn getur farið fram hvort sem lagið er í spilun eða ekki.
5
Gakktu úr skugga um að lagið birtist á heilskjá.
6
Haltu tækinu þínu og móttökutækinu nálægt hvort öðru svo að NFC-
skynjunarsvæði tækjanna snertist. Þegar tækin tengjast birtist smámynd af laginu.
7
Pikkaðu á smámyndina til að ræsa flutninginn.
8
Þegar flutningnum er lokið er tónlistarskráin vistuð í viðtökutækinu.
9
Til að birta tónlistarskrána tvípikkarðu á stöðustikuna til að opna tilkynningaskjáinn
og pikkar svo á
Geislun lokið.
126
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Mynd eða myndskeiði deilt með öðru tæki með NFC
1
Gættu þess að kveikt sé á NFC í báðum tækjunum og að báðir skjáirnir sé virkir og
ólæstir.
2
Til að skoða myndir og myndskeið í tækinu þínu ferðu á
Heimaskjár, pikkar á
og finnur svo og pikkar á
Albúm.
3
Pikkaðu á þá mynd eða myndskeið sem þú vilt deila.
4
Haltu á tækinu þínu og móttökutækinu nálægt hvort öðru svo að NFC-
skynjunarsvæði tækjanna snertist. Þegar tækin tengjast birtist smámynd af
myndinni eða myndskeiðinu.
5
Pikkaðu á smámyndina til að ræsa flutninginn.
6
Þegar flutningnum er lokið er myndin eða myndskeiðið vistað í viðtökutækinu.
Veffangi deilt með öðru tæki með NFC
1
Gættu þess að kveikt sé á NFC í báðum tækjunum og að báðir skjáirnir sé virkir og
ólæstir.
2
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
3
Til að opna vafrann skaltu finna og pikka á .
4
Sæktu vefsíðuna sem þú vilt deila.
5
Haltu tækinu þínu og móttökutækinu nálægt hvort öðru svo að NFC-
skynjunarsvæði tækjanna snertist. Þegar tækin tengjast birtist smámynd af
vefsíðunni.
6
Pikkaðu á smámyndina til að ræsa flutninginn.
7
Þegar flutningi er lokið er vefsíðan birt á skjá móttökutækisins.
NFC-merki skönnuð
Tækið þitt getur skannað ýmsar tegundir NFC-merkja til að afla viðbótarupplýsinga, s.s.
vefslóðar. Til dæmis getur það skannað föst merki á veggspjöldum, á auglýsingaskiltum
eða við hliðina á vörum hjá smásala.
NFC-merki skannað
1
Tryggðu að kveikt sé á NFC-valkostinum í tækinu þínu og að skjárinn sé virkur og
ólæstur.
2
Settu tækið yfir merkið þannig að NFC-nemasvæðið snerti það. Tækið þitt skannar
merkið og birtir efnið sem það safnaði. Pikkaðu á efnið á merkinu til að opna það.
Tenging við NFC-samhæft tæki
Þú getur tengt tækið þitt við önnur NFC-samhæf tæki sem Sony framleiðir, eins og
hátalara eða heyrnartól. Leitaðu frekari upplýsinga í notandahandbók samhæfa tækisins
þegar þess konar tengingu er komið á.
Hugsanlega þarftu að hafa Wi-Fi eða Bluetooth® virkt í báðum tækjunum til að tengingin virki.