Sony Xperia Z3 Plus - Myndskeyðum breytt í myndskeiðaritilsforritinu

background image

Myndskeyðum breytt í myndskeiðaritilsforritinu

Þú getur breytt myndskeiðum sem þú hefur tekið með myndavélinni þinni. Til dæmis er

hægt að klippa myndskeið í viðkomandi lengd eða stilla hraða á því. Upphaflega

myndskeiðið geymist áfram í tækinu þegar þú hefur vistað breytta myndskeiðið.

Myndskeið klippt til

1

Finndu og pikkaðu á myndskeiðið sem þú vilt breyta í Albúmi.

2

Pikkaðu á skjáinn til að birta tækjastikurnar og pikkaðu svo á .

3

Ef um það er beðið velurðu

Myndskeiðaritill og pikkar svo á Skera.

4

Til að færa klippirammann til á tímalínunni styðurðu á jaðar rammans, dregur hann

þangað sem þú vilt hafa hann og pikkar á

Nota.

5

Til að vista afrit af klippta myndskeiðinu pikkarðu á

VISTA.

Hraði myndskeiðs stilltur

1

Finndu og pikkaðu á myndskeiðið sem þú vilt spila í Albúmi.

2

Pikkaðu á skjáinn til að birta tækjastikurnar og pikkaðu svo á .

3

Ef um það er beðið velurðu

Myndskeiðaritill og pikkar svo á Hraði.

4

Veldu valkost, haltu jaðri tímalínunnar inni, dragðu hana þangað sem þú vilt hafa

hana og pikkaðu á

Nota.

5

Til að vista afrit af breytta myndskeiðinu pikkarðu á

VISTA.

Mynd tekin af myndskeiði

1

Finndu og pikkaðu á myndskeiðið sem þú vilt spila í Albúmi.

2

Pikkaðu á skjáinn til að birta tækjastikurnar og pikkaðu svo á .

3

Ef um það er beðið velurðu

Myndskeiðaritill og pikkar svo á Myndataka.

4

Með hjálp örvanna, eða með því að draga bendilinn á framvindustikuna, veldu

rammann sem þú vilt fanga og smelltu svo á

Vista.