Stillingar myndupptökuvélar
Stillingar upptökuvélarinnar stilltar
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Strjúktu yfir skjáinn til að velja
.
3
Pikkaðu á til að birta stillingar.
4
Veldu stillinguna sem þú vilt breyta og breyttu henni síðan.
Yfirlit yfir stillingar myndupptökuvélar
Umhverfisval
Umhverfisvalið gerir þér kleift að setja upp myndavélina á fljótlegan hátt fyrir algengar
aðstæður með því að nota forstilltar umhverfisstillingar. Hver umhverfisstilling er hönnuð til
að framleiða bestu gæði myndbands og mögulegt er í tilteknu upptöku umhverfi.
Sjálfvirkt
Umhverfisval er sjálfvirkt
Slökkt
Slökkt er á umhverfisvali og þú getur tekið upp myndskeið handvirkt.
Mjúk smella
Notað fyrir töku myndskeiðs gegn mjúkum bakgrunnum.
Landslag
110
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Notað fyrir landslagsmyndskeið. Myndavélin stillir fókus á fjarlæga hluti.
Næturmynd
Þegar næturstillingin er virk er ljósnæmi aukið. Notað í illa lýstu umhverfi. Myndskeið af hlutum á
mikilli hreyfingu gætu orðið óskýr. Haltu hendinni stöðugri eða notaðu stuðning. Slökktu á
næturstillingunni þegar birtuskilyrði eru góð til að bæta myndgæðin.
Strönd
Notað fyrir myndskeið af umhverfi við sjó eða vatn.
Snjór
Notað við bjartar aðstæður til að koma í veg fyrir yfirlýstar hreyfimyndir.
Íþróttir
Notað fyrir myndskeið af hlutum á mikilli hreyfingu. Stuttur lýsingartími dregur úr óskýrleika vegna
hreyfingar.
Partí
Notað við upptöku myndskeiða innandyra í illa lýstu umhverfi. Þetta umhverfi nemur bakgrunnsljós
eða kertaljós innandyra. Myndskeið af hlutum á mikilli hreyfingu gætu orðið óskýr. Haltu hendinni
stöðugri eða notaðu stuðning.
Myndskeiðsupplausn
Stilltu upplausn myndskeiða fyrir mismunandi snið.
Full háskerpa (30 r./sek.)
1920×1080(16:9)
Fullt HD (fullt háskerpu) snið með 30 r. á s. og 16:9 myndhlutfalli.
Full háskerpa (60 r./sek.)
1920×1080(16:9)
Fullt HD (fullt háskerpu) snið með 60 r. á s. og 16:9 myndhlutfalli.
HD
1280×720(16:9)
HD (háskerpu) snið með 16:9 myndhlutfalli.
VGA
640×480(4:3)
VGA snið með 4:3 myndhlutfalli.
Margmiðlunarskilaboð
Taktu upp myndskeið sem henta til að senda í margmiðlunarskilaboðum. Upptökutími þessa myndsniðs er
takmarkaður svo myndskeiðsskrár passi í margmiðlunarskilaboð.
Sjálfvirk taka (myndskeið)
Kveiktu á sjálfvirkri töku til að taka myndir sjálfkrafa meðan myndskeið er tekið. Þegar þú
notar Smile Shutter™ eiginleikann tekur myndavélin sjálfkrafa skyndimyndir af brosandi
andlitum á meðan þú heldur áfram að taka upp myndskeiðið.
Kveikt á Smile Shutter™ (myndskeið)
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Pikkaðu á .
3
Finndu og pikkaðu á
Sjálfvirk myndataka (myndsk.) > Smile Shutter.
SteadyShot™
Erfitt getur verið að halda tækinu stöðugu þegar myndskeið er tekið upp. Hristivörnin
dregur úr áhrifum vegna smávægilegra handahreyfinga.
Snjallstilling virk
Virkjaðu til að draga úr hristingi myndavélarinnar.
Venjulegt
Virkjaðu til að aftengja hátíðnihristing myndavélarinnar.
Slökkt
Slökkt er á hristivörninni.
111
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Flass
Notaðu flassið til að lýsa upp myndskeið þegar lýsing er léleg eða myndefni er baklýst.
Táknið fyrir upptökuljós er bara tiltækt á upptökuskjánum. Athugið að stundum geta
myndgæðin verið meiri án ljóssins, jafnvel þótt lýsingin sé léleg.
Kveikt
Slökkt
Frekari upplýsingar um stuðning við myndavél
Notaðu hjálparvalmyndina til að leita að prófum sem tengjast myndavélinni og öðrum
gagnlegum upplýsingum. Fylgdu skrefunum fyrir neðan til að finna stuðning.
1
Opnaðu myndavélarforritið.
2
Pikkaðu á og svo
Meira > Hjálp.
112
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.