Týnt tæki fundið
Ef þú ert með Google™ reikning getur „Protection by my Xperia“ netþjónustan hjálpað
þér að finna og tryggja tækið ef þú glatar því. Ef þú hefur kveikt á þessari þjónustu í
tækinu geturðu:
•
Staðsett tækið þitt á korti.
•
Látið áminningartón hljóma jafnvel þótt tækið sé stillt á Ekki trufla.
•
Fjarlæst tækinu og birt tengiliðaupplýsingar á skjánum fyrir þann sem finnur tækið.
•
Eytt öllu úr innri og ytri minnisgeymslu tækisins, ef allt annað hefur verið reynt.
Ef þú hefur hreinsað innra minni tækisins með „Protection by my Xperia“ vefþjónustunni þarftu
að skrá þig aftur inn á Google™ reikninginn sem var samstilltur við tækið næst þegar þú kveikir
á því.
„Protection by my Xperia“ þjónustan er e.t.v. ekki í boði í öllum löndum eða svæðum.
Kveikt á Protection by my Xperia
1
Gakktu úr skugga um að þú sért með virka gagnatengingu og kveiktu á
staðsetningarþjónustu í tækinu.
2
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
3
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Lásskjár og öryggi > Vernd með my Xperia >
RÆSA.
4
Merktu við gátreitinn til að samþykkja ákvæði og skilmála þjónustunnar og pikkaðu
svo á
SAMÞYKKJA.
5
Ef þú ert beðin(n) um það skaltu skrá þig inn á Google™ reikninginn þinn eða
stofna nýjan ef þú átt ekki reikning fyrir.
6
Til að staðfesta að Protection by my Xperia þjónustan finni tækið ferðu á
myxperia.sonymobile.com
og skráir þig inn með sama Google™ reikningi og þú
notar á tækinu.
Ef þú deilir tæki með mörgum notendum skaltu athuga að Protection by my Xperia þjónustan
er aðeins aðgengileg notandanum sem er skráður inn sem eigandinn.
Finndu týnt tæki með Android™ Device Manager
Google™ býður upp á staðsetningar og öryggisþjónustu sem nefnist Android™ Device
Manager. Þú getur notað það samhliða eða sem val við vernd gegnum my Xperia
þjónustuna. Ef þú týnir tækinu geturðu notað Android™ Device Manager til að:
・
•
Finna og sýna hvar tækið er staðsett.
•
Hringja eða læsa tækinu, eyða öllu á því eða bæta símanúmeri við lásskjáinn.
Frekari upplýsingar um Android™ Device Manager er að finna
á
www.support.google.com
.
Android™ Device Manager virkar ekki ef slökkt er á tækinu eða það er ekki tengt við Internetið.
Hugsanlegt er að Android™ Device Manager þjónustan sé ekki til staðar í öllum löndum eða
svæðum.
19
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Android™ tækjastjórnun virkjuð
1
Ef þú deilir tæki með mörgum notendum, gakktu þá úr skugga um að þú sért
skráð(ur) inn sem eigandi.
2
Gakktu úr skugga um að þú sért með virka gagnatengingu og að
staðsetningarþjónusta sé virkjuð.
3
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
4
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Google > Öryggi.
5
Dragðu sleðana upp að
Finna þetta tæki úr fjarlægð og Leyfa læsingu og
eyðingu úr fjarlægð til að kveikja á báðum eiginleikum.
6
Ef beðið er um það skaltu samþykkja skilmálana með því að pikka á
Virkja þennan
stjórnanda tækis.
7
Til að staðfesta að Android™-tækjastjórnun geti staðsett tækið þitt eftir að þú
virkjar þjónustuna skaltu fara á
www.android.com/devicemanager
og skrá þig inn
með því að nota Google™-reikninginn þinn.
Þú getur einnig virkjað Android™-tækjastjórnun í
Lásskjár og öryggi undir Stjórnendur tækis.
20
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.